Gæði í 25 ár
Hágæða vörur
úr matarkistu
norðursins
Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna sjávarafurðir fyrir innanlandsmarkað og selur afurðir sínar til verslana, stóreldhúsa og veitingastaða. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri 2001 en flutti starfsemina til Akraness tveimur árum síðar þegar það sameinaðist fyrirtækinu Íslenskt-franskt eldhús undir merkjum Norðanfisks. Norðanfiskur er einnig stór innflutnings- og heildsöluaðili á hinum ýmsu sjávarafurðum og má þar nefna humar, krabba, risarækju, túnfisk og fleira. Höfuðstöðvar Norðanfisks eru á Akranesi en einnig er starfrækt sölu- og þjónustudeild við Tangarhöfða í Reykjavík.
Við stöndum fyrir gæði, fagmennsku og traust
Norðanfiskur sérhæfir sig í vinnslu sjávarafurða fyrir neytendamarkað innanlands og framleiðir hágæða vörur fyrir verslanir, stóreldhús og veitingastaði.
Fyrirtækið er jafnframt stór innflutnings- og heildsöluaðili á ýmsum sjávarafurðum sem koma erlendis frá, s.s. humar, krabbi, risarækja, túnfiskur o.fl. Hjá Norðanfiski starfa 28 starfsmenn sem allir hafa mikilvægt hlutverk og mynda öfluga og samheldna liðsheild, hvort sem um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu við viðskiptavini.
Íslenskt hráefni

Við vinnum bæði með ferskan sjávarafla úr hafinu við Ísland og innfluttar gæðavörur.
Reynsla og fagmennska

Vinnslan byggir á áratuga þekkingu og persónulegri nálgun þar sem hvert smáatriði skiptir máli.
Áreiðanleg afhending

Við tryggjum stöðugleika í magni og afhendingu fyrir verslanir og veitingastaði um allt land.
Gæðavörur í 25 ár
Í gegnum árin höfum við þróað vöruúrval sem þjónar bæði heimilum og fagfólki.
Ný uppskrift í hverri viku
Prófaðu ferska, einfalda og bragðgóða rétti sem tekur stutta stund að útbúa.
Vörurnar okkar
Við framleiðum ferskar og unnar fiskafurðir í stöðugum gæðum, með fjölbreyttum pakkningarmöguleikum og magnstærðum.










