Norðanfiskur ehf.

Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar og innflutningi sjávarafurða. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína tveimur árum seinna til Akranes þegar það sameinaðist Íslenskt-Franskt eldhús.


Fyrirtækið er eingöngu á innanlandsmarkaði og þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði. Viðskiptavinir hafa tekið fyrirtækinu mjög vel á síðustu árum og fyrir það erum við afar þakklát.

Um okkur

Framleiðslan okkar

Við framleiðum fjölbreyttar sjávarafurðir fyrir ólíkar þarfir

Við vinnum með hráefni af norðlenskum miðum og byggjum á áralangri reynslu í fiskvinnslu. Framleiðslulínurnar okkar ná frá brauðuðum fiskbitum og tilbúnum réttum til ferskra og reykinna afurða úr laxi og silungi. Við pökkum bæði fyrir verslanir, stóreldhús og heimili og flytjum einnig inn sjávarafurðir þegar þörf er á til að tryggja stöðugt vöruúrval allt árið um kring.


Fyrirtækið er stór innflutnings- og heildsöluaðili á sjávarafurðum (humar, krabbi,risarækja,túnfsk o.fl.). Hjá Norðanfisk starfa 28 starfsmenn. Allir gegna þeir mikilvægu hlutverki í fyrirtækinu og saman mynda þeir öfluga heild, hvort sem það á við í framleiðslu á vörum fyrirtækisins eða í þjónustu við viðskiptavini.


Höfuðstöðvar Norðanfisks eru á Akranesi en jafnframt er söludeild og þjónusta staðsett á Tangarhöfða í Reykjavík.

Svart kristinn fisktákn á hvítum bakgrunni.

Brauðun og forsteiktir fiskibitar.


Tákn svarts kristins fisks.

Framleiðsla á fiskiréttum.


Svart fiskatákn á hvítum bakgrunni.

Vinnsla og pökkun á laxi og silungi (ferskt, frosið, reykt og grafið).


Tákn svarts kristins fisks.

Pökkun á sjávarafurðum í stóreldhús- og neytendapakkningar. 


Svart fiskatákn á hvítum bakgrunni.

 Innflutningur á sjávarafurðum (humar, skelfiskur, risarækja).


Persónuverndarstefna Norðanfisks

Sjálfbærnistefna Norðanfisks