Breytt vöruúrval

Hvítur fiskur

Við bjóðum upp á breitt vöruúrval af bæði ferskum og frosnum hvítfiski. Við eigum til helstu vörunúmer árið um kring. Flök, bita, hnakka o.s.frv. 



Einnig reykjum við og söltum okkar eigin fisk sem hefur reynst vinsælt meðal okkar viðskiptavina.

Þorsk- og ýsubitar

Við eigum alltaf til nóg af þorsk- og ýsubitum. Við vinnum náið með útgerðum landsins og sendum hvert á land sem er.

Léttsaltaðir þorskhnakkar

Léttsaltaðir þorskhnakkar er ein af okkar allra vinsælustu vörum. Hnakkarnir eru sprautusaltaðir og er hver hnakki vakúmpakkaður.

Saltfiskbitar

Útvatnaðir saltfiskbitar með roði eru mjög vinsælir í okkar vöruúrvali.

Reykt ýsuflök

Við reykjum ýsuflök á Akranesi í reykofnum okkar. Farið er eftir gamalli uppskrift sem klikkar ekki.

Vörurnar okkar

Við framleiðum ferskar og unnar fiskafurðir í stöðugum gæðum, með fjölbreyttum pakkningarmöguleikum og magnstærðum.

Elduð laxaflök á diski með grilluðu salati og spírum.

Lax og Bleikja

Diskur með fiski, kartöflum og lauk; eldaður réttur á bláum, flekkóttum diski.

Hvítfiskur

Diskur með steiktum osti, kartöflukúlum og sósu.

Brauðaðar vörur