Beykireykt bleikju tartar
Hráefni
- 1 flak - Beykireykt bleikja
- 1 hleifur - Brioche-brauð
- 1 krukka - Rautt pestó
- 1 dós - Hvítlaukssósa
- 1 búnt - Dill
- 1 poki - Þurrkuð trönuber
Beykireykt bleikja tartar
Steikt brioche-brauð, rautt pestó, hvítlaukssósa, þurrkuð trönuber, dill
Aðferð
- Skerið beykireykt bleikjuna í litla teninga og færið hana yfir í skál. Því næst ætlum við að blanda út í ögn af hvítlaukssósu, rauðu pestói, söxuðu dilli og þurrkuðum trönuberjum.
- Brioche-brauðið er skorið í fallegar litlar sneiðar og steikt á pönnu upp úr smjöri þar til sneiðarnar eru fallega brúnar.
- Tartarinn er svo settur ofan á brioche-brauðið og skreytt með dilli.










