Beykireykt bleikju ceviche
Hráefni
- 1 flak - Beykireykt bleikja
- 1 stk - Rautt epli
- 1 búnt - Vínber
- 4 stk. - Límóna
- 1 stk. - Rauð paprika
- 1 stk. - Rauðlaukur
- 1 stk. - Chilli
- 1 - Dill
- 1 dós - Hunang
- Sjávarsalt
- Grófmalaður pipar
Beykireykt bleikja ceviche
Rauð epli, vínber, LÍMÓNA, paprika, rauðlaukur, chilli, dill, hunang, sjávarsalt, pipar
Á Kol erum við með rétt sem heitir CEVICHE DAGSINS. Þar leikum við okkur með alls konar fisk og hráefni og útbúum daglega alls kyns ceviche. Beykireykta bleikjan er svo sannarlega áhugaverð í ceviche-rétti og þennan verður þú hreinlega að prófa! Ég mæli með honum sem forrétti til að kveikja á bragðlaukunum.
Aðferð
- Fjarlægið roðið af bleikju flakinu, því næst er bleikjan skorin í litla teninga. Vínberin og eplið er skorið í fallegar þunnar sneiðar.
- Paprikan, rauðlaukur, chilli og dill er saxað fínt niður. Næst blöndum við öllu í skál sem er búin að vera geymd í sirka 1 klst. í frysti. Það er gert til þess að blandan haldist ísköld.
- Kreistið safa úr 4 límónum yfir í blönduna.1-2 msk ad hunangi, 1 tsk af sjávarsalti, 1 msk af grófmöluðum pipar.
- Blandið þessu vel saman og berið fram í fallegum martini coup glösum.










