Beykireykt bleikju ceviche
Hráefni
- 1 flak - Beykireykt bleikja
- 1 stk - Rautt epli
- 1 búnt - Vínber
- 4 stk. - Límóna
- 1 stk. - Rauð paprika
- 1 stk. - Rauðlaukur
- 1 stk. - Chilli
- 1 - Dill
- 1 dós - Hunang
- Sjávarsalt
- Grófmalaður pipar
Beykireykt bleikja ceviche
Rauð epli, vínber, LÍMÓNA, paprika, rauðlaukur, chilli, dill, hunang, sjávarsalt, pipar
Aðferð
- Fjarlægið roðið af bleikju flakinu, því næst er bleikjan skorin í litla teninga. Vínberin og eplið er skorið í fallegar þunnar sneiðar.
- Paprikan, rauðlaukur, chilli og dill er saxað fínt niður. Næst blöndum við öllu í skál sem er búin að vera geymd í sirka 1 klst. í frysti. Það er gert til þess að blandan haldist ísköld.
- Kreistið safa úr 4 límónum yfir í blönduna.1-2 msk ad hunangi, 1 tsk af sjávarsalti, 1 msk af grófmöluðum pipar.
- Blandið þessu vel saman og berið fram í fallegum martini coup glösum.










