Reyktur lax og egg benedikt
Hráefni
- 1 flak - Reyktur lax
- 1 hleifur - Brioche-brauð
- 1 askja - Egg
- 1 búnt - Rauð vínber
- 1 dós - Graflaxsósa
- 1 búnt - Dill
Reyktur lax og egg benedikt
Steikt brioche-brauð, reyktur lax sneiddur, pósherað egg, vínber, graflaxsósa, dill
Aðferð
- Skerið briochebrauðið niður í sneiðar og steikið þær í pönnu uppúr smjöri. Reykti laxinn er skorinn í sneiðar. Eggið er pósherað í vatni sem er við það að sjóða.
- Leyfið egginu að vera þar ofan í í 4 mínútur. Leggið sneiðar af reyktum laxi ofan á brioche-brauðið. Setjið hleypta eggið varlega ofaná.
- Skreytið með graflsxsósu, sneiðar af vínberjum og dill toppum.











