Saffran og kókos humarsúpa
Hráefni
- 1 lítri - Humarsoð
- 500 ml - Rjómi
- 500 ml - Kókosmjólk
- 1 klípa - Saffran ( eða 1 msk af túrmerik )
- 1 stk. - Sítróna
- 1 stk. - Appelsína
- 1 stk. - Lime
- 6 geirar - Hvítlaukur
- 1 búnt - Timjan ferskt
- 1 stk - Epli
- 1 msk - Rósapipar
- 1 msk - Þurrkað chilli
- 12 stk - Lárviðarlauf
- 1 msk - Kardimommur
Saffran og kókos humarsúpa
Smjörsteiktir brauðteningar, rjómaostur með hvítusúkkulaði, paprika, dill, hvítlauks steiktir humarhalar, þeytt smjör, súrdeigsbrauð, sítróna, límóna, epli, appelsína
Hráefni
- Humarsoð, rjómi og kókosmjólk eru sett saman í pott. Rífið börkin og kreistið safan úr sítrusávöxtunum út í. Skerið hvítlaukinn og eplið niður og steikið í pönnu ásamt þurrkuðu kryddunum.
- Blandið svo öllu saman í pottinn og bætið saffrani við. Látið krauma í 1 klst. Hellið súpuni svo yfir sigti.
- Skerið brauð niður í teninga og ristið þá í pönnu þar til gullinbrúnt. Takið humarhalana úr skelinni og hreinsið. Steikið þá á pönnu uppúr smjöri og hvítlauk.
- Skerið paprikuna í fallegar þunnar sneiðar.
- Setjið brauðteninga, humarhala, paprikusneiðar og litla krúttlega dill toppa ofan í súpuskálar og hellið súpunni yfir. Borið fram með brauði og þeyttu smjöri.










